Ásgerður Búadóttir

(1920-2014)

Ljósmyndari Einar Falur Ingólfsson

Um safnið

Velkomin á Ásgerðarsafn. Hér á síðunni má vafra um sali og skoða hágæðamyndir af flestöllum þekktum verkum Ásgerðar Búadóttur, einum helsta frumkvöðli íslenskrar nútíma vefjarlistar. Allar þekktar upplýsingar um verkin eru til staðar, oft myndir af bakhlið, merkingu og jafnvel vinnuteikningum. Einnig eru upplýsingar um sýningar- og eigendasögu verkanna. Hægt er skoða myndir frá fjöldamörgum sýningum, fletta sýningarskrám, og lesa sýningardóma, og aðra umfjöllun um list og sýningar Ásgerðar, skoða viðtöl í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum, og margt fleira. Ásgerðarsafn er þannig einnig heildarverkaskrá (alþjóðlega nefnd catalogue raisonné) ofinna verka Ásgerðar Búadóttur, þar sem hverju verki hefur verið gefið verknúmer (ÁB001-ÁB203). Í slíkri skrá er eigendasaga (e. provenance) mikilvægur þáttur til að tryggja þekkingu um upphaf og sögu hvers verks fyrir sig. Eigendasögur lengjast með tímanum og slíkar og aðrar upplýsingar frá gestum safnsins eru mjög vel þegnar, þar sem enn stendur yfir leit að nokkrum verkum, sýningarskrám og öðrum upplýsingum tengdum verkum, sýningum og ferli Ásgerðar.

Safnspjall