Um vefinn

Vefsíðan Ásgerðarsafn.is (og asgerdarsafn.is) er langtíma­verkefni sem hefur að mark­miði að vera upp­færanleg heildar­verka­skrá (catalogue raisonné, sjá nánar neðar) yfir ofin list­averk Ásgerðar Búadóttur. Samtímis veitir síðan almennan aðgang að „lista­safni“ sem gefur viðamikla sýn yfir list og feril Ásgerðar.

Verkefnis­stjóri og út­gefandi vef­síðunnar er Björn Þrándur Björnsson. Í fagráði verk­efnis­ins sitja Aldís Arnar­dóttir list­fræðingur, Aðal­steinn Ingólfs­son list­fræðingur og Ingvar Víkings­son graf­ískur hönnuður.

Allar uppl­ýsingar, mynd­efni og umfjöllun um verk, sýningar og annað sem tengist ferli Ásgerðar er vistað í Claris FileMaker gagna­grunni. Vefsíðan (WordPress) er tengd gagna­grunninum með valkvæðum hætti, þannig að hægt er að stjórna hvaða efni úr gagna­grunninum birtist á vefsíðunni. Hugbúnaðar­þróun gagna­grunnsins (File­Maker) og tengdrar vefsíðu (Word­Press) hefur verið unnin af fyrir­tækinu Fis­lausnir ehf; Kolb­einn Regins­son, Sig­urður Finns­son.

Styrktar­aðilar verk­efnisins hingað til eru Mynd­listar­sjóður (2022), Mynd­stef (2022) og Menningar­sjóður Seðlabanka Íslands tengdur nafni Jóhannesar Nordal (2023).

© Ásgerðar­safn, höfundar texta, ljós­myndarar, Ljós­myndasafn Reykjavíkur, handhafar höfundar­éttar og Myndstef. Ekki má á neinn hátt afrita myndir og texta vefsins án leyfis útgefanda og höfundar­réttar­hafa.

Fjölda ljósmynda er að finna á vefnum. Stór hluti þeirra er úr mynda­safni Ásgerðar og Björns Þrándar. Fjöl­margir ljós­myndarar hafa tekið myndir af Ásgerði og verkum hennar, m.a. Kristján Pétur Guðnason, Einar Falur Ingólfs­son, Viktor Smári Sæmunds­son, Mats Wibe Lund og Vladimir Sichov. Ingvar Vikings­son og Páll Kjartans­son hafa séð um mynd­vinnslu og lita­leiðrétt­ingu.

Dagblaða­ljósmyndir koma einkum frá Ljósmynda­safni Reykjavíkur, og eru ljós­myndarar m.a. Andrés Kolbeins­son, Árni Sæberg, Bjarn­leifur J Bjarnleifs­son, Einar Karls­son, Emil Þór Sigurðs­son, Jens Alexanders­son, Leifur Þorsteinss­on, Ólafur K Magnús­son, Páll Kristjáns­son og Róbert Ágústs­son.

Netfang vefsins er . Hafið gjarnan samband ef þið eruð með spurningar eða áhugav­erðar upplýs­ingar.

Um catalogue raisonné

Catalogue raisonné er alþj­óðlegt nafn yfir heildar­verka­skrá list­amanns. Tilgangur slíkrar skrár er að veita almenningi og fræða­samfélaginu heildar­mynd af list og ferli lista­mannsins með því að safna á einn stað öllum þekktum upplýsingum í máli og myndum. Með því að birta catalogue raisonné á netinu er ekki einungis verið að gera upplýsingarnar aðgengilegar, heldur er einnig hægt að óska eftir og bæta við uppl­ýsingum. Til dæmis tekur eigenda­saga verkanna stöðugum breytingum og uppl­ýsingar um eigenda­skipti eru vel þegnar.

Merki Myndstefs
Merki Seðlabanka Íslands
Merki Myndlistasjóðs
Merki Fislausna ehf.