Eftir viðtalið í Mbl hef ég fengið staðfestingar frá eigendum tveggja verka sem ég hef leitað að. „Rautt flos“ (ÁB060) frá 1968 og Eldlandið (ÁB152) frá 1981 eru því bæði fundin.
Auk þess hef ég fengið nokkrar aðrar vísbendingar, t.d. um eitt verk sem reyndist vera eftir Dolindu Tanner. Það verk var á sýningu Melkorku 1962 (SÝN015), en á þeirri sýningu átti Ásgerður einnig verk. Önnur vísbending var um blátt verk í eigu Landsbanks, sem ég held að sé misminni, en varð nokkuð hissa þegar ég gat ekki fundið skrá yfir listaverkaeign Landsbankans, þó svo bankinn haldi út síðunni https://listaverk.landsbankinn.is/safnid.
En hvort sem vísbendingar leiði til að „týnd“ verk Ásgerðar finnist eða ekki, er ég ævinlega þakklátur þegar fólk sendir upplýsingar á info@asgerdarsafn.is sem mögulega geta nýst í leitinni.

