Þó nokkru áður en þessi vefur opnaði, í maí 2025, opnaði ég Facebook síðu með sama nafni, Ásgerðarsafn, sem hefur slóðina https://www.facebook.com/profile.php?id=61556625243569
Þar hef ég síðan í febrúar 2024 sett inn færslur sem tengjast ferli Ásgerðar á ýmsan hátt, einstökum verkum og sýningum, en einnig færslur sem tengjast textíllist meira almennt. Held að þessar færslur skipti einhverjum hundruðum. Þetta hefur verið og er enn, ágætis vettvangur til að miðla og taka á móti upplýsingum.
Þó svo að það sé lítið FB lógó neðst á forsíðu vefsins, eru kannski ekki allir þeir sem heimsækja vefinn meðvitaðir um FB-síðuna og vildi því nefna hana hér.

