Æviágrip Ásgerðar

1920

Ásgerður fædd í Borgar­nesi 4. desember, næst­yngst fimm barna þeirra Búa Ásgeirs­sonar versl­unar­manns frá Stað í Hrúta­firði og Ingi­bjargar Teits­dóttur konu hans. Syst­kini hennar voru Sören Alfreð Búason, kallaður Alfreð (1909-1995), Sól­veig Búa­dóttir, kölluð Lolla (1910-2004), Oddný Þór­unn Búa­dóttir Bendtsen, kölluð Tóta (1915-1964) og Inga Hrefna Búa­dóttir, kölluð Inga (1928-2009). Hún var skírð Ásgerður Ester á að­fanga­dag jóla sama ár. Esterar nafnið var ávallt mikið notað innan fjöl­skyld­unnar, en sem lista­maður felldi hún það fljót­lega burt og skrif­aði sig nær allt­af sem Ásgerður Búadóttir.

1923

Flytur þriggja ára gömul með for­eldrum sínum til Reykj­avíkur.

1934

Gengur í Mið­bæjar­skóla Reykja­víkur og lýkur fulln­aðar­prófi barna þrettán ára um vorið 1934, með hæstu eink­unn í teikn­ingu (10).

1939

Æfir á unglings­árunum fim­leika með kven­fimleika­flokki KR og siglir meðal annars þann 27. mars 1939 með Dronning Alex­andrine til Kaup­manna­hafnar, þar sem flokkur­inn tekur þátt í hátíða­móti danska fim­leika­sam­bands­ins.

1942

Inn­ritast í Handíða- og myndlista­skólann í Reykja­vík og er fyrst á kvöld­námskeiði í teikningu.

1943-45

Stundar nám í tvö ár við mynd­listar­deild skólans, m.a. undir hand­leiðslu Kurt Zier, sem lagði mikla áherslu á anat­ómíu- og módel­teikn­ingu.

1946-49

Stundar nám í þrjú ár við mál­ara­deild við Konung­lega lista­háskólann í Kaup­manna­höfn undir hand­leiðslu list­málar­ans Vil­helms Lund­strøm.

1947

Fer námsferð til Hollands.

1947

Gengur að eiga Björn Th. Björns­son list­fræðing þann 27. júní og eignast soninn Bald­vin 21. desember það ár.

1948-49

Hlýtur styrki til náms í málaralist frá Menntamála­ráði Íslands, 2000 kr bæði árin.

1949

Fer námsferð til Frakklands.

1950

Flytur til Íslands og byrjar að vefa. Sækir vefn­aðar­nám­skeið hjá Guðr­únu Jónas­dóttur.

1950-52

Kenn­ir teikn­ingu á nám­skeið­um Hand­íða- og mynd­lista­skólans.

1950

Sýnir sín fyrstu ofnu verk með hópnum Lauganesleir á Café Höll.

1951

Mynd­skreytir, ásamt öðr­um, ljóða­bókina Mér eru fornu minnin kær, útgefin af Menn­ingar- og fræðslu­samb­andi alþýðu.

1952

Fæddur sonur, Björn Þránd­ur, þann 1. ágúst.

1956

Vinnur til gull­verðlauna á 8. Alþjóð­legu list- og handverkssýningunni í München fyrir tvo vefnaði nefnda Stúlka með fugl.

1957

Er í hópi ísl­enskra mynd­listar­manna sem taka þátt í norr­ænu yfir­lits­sýning­unni Nord­isk konst 1947-1957: mål­eri, skulpt­ur, graf­ik, dek­orativ konst í Gauta­borg.

1958-59

Er í hópi ísl­enskra listar­manna og hönnuða sem taka þátt í norrænu yfir­lits­sýning­unni Formes Scand­inaves í París.

1961

Semur og mynd­skreytir með klippi­myndum barna­bókina Rauði hatturinn og krummi, gefin út af bóka­forlaginu Helgafelli.

1962

Vinnur röð vegg­mynda úr stein­steypu á út­veggi félags­heimilis­ins Stapa í Ytri-Njarð­vík í sam­starfi við Sig­valda Thordar­son ark­itekt.

1962

Heldur fyrstu einkasýningu sína á heimili sínu að Karfavogi 22.

1962

Fær styrk úr ferða­sjóði Barböru og Magnúsar Á. Árna­sonar til kynnis­ferðar til Flórens, Siena og Rómar. Heim­sækir einnig 1. Alþjóð­lega tví­æringinn í vefjarlist í Lausanne.

1964

Veitt inn­ganga í Félag Ísl­enskra Mynd­listar­manna og sýnir með þeim 10 sinnum yfir um 20 ára tímabil.

1965

Heim­sækir 2. Al­þjóðl­ega tví­æring­inn í vefjar­list í Lausanne, Sviss.

1968

Heim­sækir 3. Al­þjóðl­ega tví­æring­inn í vefjar­list í Lausanne, Sviss.

1968

Fædd dóttir, Þórunn, þann 20. ágúst.

1970

Vefur verkið Storm­hörpuna sem kaup­staðir Íslands færa Norræna húsinu að gjöf.

1974

Er einn stofn­félaga Textíl­félags­ins.

1975

Boðin þátt­taka í sýningum lista­manna­samtak­anna Kol­or­ist­erne í Den Frie í Kaup­manna­höfn. Sýnir með þeim sem full­gildur með­limur næstu 17 árin.

1976

Valin á sýningu mynd­listar­gagn­rýn­enda, Val 76, á Kjarvals­stöðum.

1976

Situr í dóm­nefnd I. Norræna textíl­þrí­ærings­ins fyrir Íslands hönd.

1978-79

Valin af Menn­ingar­sjóði Norður­landa til að vefa verk í fundar­sal Menn­ingar­mála­skrif­stof­unnar í Kaup­manna­höfn. Á aðal­fundi Menn­ingar­sjóðs Norður­landa, 14. des­ember 1979, er lista­verkið Þar sem eld­urinn aldrei deyr form­lega afhent.

1979-80

Situr í dóm­nefnd II. Norr­æna textíl­þríærings­ins fyrir Íslands hönd.

1981

Fyrsta yfirlits­sýning á verkum hennar er haldin í Lista­safni ASÍ.

1981

Hlýtur starfs­laun lista­manna í fyrsta sinn.

1982

Hlýtur Menn­ingar­verð­laun DV fyrir mynd­list. Vefur verkin Askur og Embla fyrir Versl­unar­banka Íslands.

1982-83

Vefur verkið Sól ræður sumri fyrir Lands­banka Íslands.

1983

Kennir eina önn við textíl­deild Mynd­lista-og handíða­skólans.

1983-84

Út­nefnd Borgar­lista­maður Reykja­víkur.

1988

Vefur verkið Geisla­dagar fyrir Fjöl­brautar­skóla Suður­nesja, með styrk frá List­skreyting­asjóði.

1989

Gerð að heiðurs­félaga í Textíl­félaginu.

1993

Hlýtur heiðurs­merki hinnar íslensku fálka­orðu.

1995

Hlýtur heiðurs­laun lista­manna, veitt af alþingi.

1999

Gerð að heiðurs­félaga í Félagi Ísl­enskra Mynd­listar­manna.

1999

Heldur sína síðustu einka­sýningu með nýjum verkum að Gallerí Ingólfs­stræti 8.

2000

Af­hendir Hönn­unar­safni Ísl­ands vef­stól sinn til vörslu.

2014

Látin 19. maí, 93 ára að aldri.

2020

Lista­safn Reykja­víkur heldur yfirlits­sýningu á verkum Ásgerðar, Lífsfletir, í til­efni 100 ára fæðingar­afmælis hennar.

2020

Lista­safn Íslands heldur yfir­lits­sýn­ingu á ísl­enskri nút­íma vefjar­list, List­þræðir, til heið­urs Ásg­erði í til­efni 100 ára fæð­ingar­afmælis hennar.