Eigandi verksins skrifar eftirfarandi „Verkið hékk inn á skrifstofu Þorbjargar Jónsdóttur, skólastjóra Hjúkrunarskólans (1954-1977/1978-1983) svo lengi sem ég man.  Hvernig skólinn eignaðist verkið er mér ekki kunnugt um en grunar að fyrrum nemendur hafi gefið skólanum það. Það var algengt og mér kunnugt um margar álíka gjafir sem skólanum áskotnaðist. Sjálf var ég kennari við skólann og skólastjóri 1977-1978 þegar Þorbjörg var í námsleyfi. Skólanum var slitið í síðasta sinn 1986 þegar nám hjúkrunarfræðinga fluttist alfarið til Háskóla Íslands. Ég ásamt Sigríði Jóhannsdóttur , sem var skólastjóri 1983-1986, aðstoðuðum Þorbjörgu við ganga frá skjölum skólans í samstarfi við Þjóðskjalasafnið auk þess sem unnið var að ritun sögu skólans í samstarfi við Lýð Björnsson. Sú saga kom út 1990. Þorbjörg gaf mér verkið að launum og hefur það hangið í stofunni hjá mér síðan“. Ásgerður hafði skráð hjá sér „Ingibjörg Ólafsdóttir, Hjúkrunarskóli Ísl“. Ingibjörg (f 1927- d 2007) var hjúkrunarfræðingur, útskrifuð 1953, og hefur að öllum líkindum keypt verkið á Karfavogssýningunni haustið 1962 (SÝN014) fyrir hönd 10-ára útskriftarárgangs hjúkrunarkvenna sem síðan hefur fært skólanum það að gjöf 1963.  

Lauf

ÁB038
1962
Breidd 47 cm, hæð 107 cm
Merkt

Veist þú meira um þetta verk?