Þessi sýning hefur sér nokkra forsögu sem svo tengist mikilli leit að óþekktu verki Ásgerðar, „Icebound“. Stofnunin Textile Arts Foundation var sett á fót árið 1981 af bandarísku hjónunum Nancy Hemenway Whitten Barton, þekktum textíllistamanni og eiginmaður hennar, Robert D Barton, diplómata í utanríkisþjónustunni. Þau keyptu bæði bandarísk og alþjóðleg textíllistaverk undir merkjum þessarar stofnunar, lánuðu listasöfnum verk til sýninga, og settu einnig upp tvær sýningar undir eigin formerkjum, þessa í Washington DC 1990 og aðra í Boston ári seinna (SÝN078). Hjónin komu til Íslands 1982, heimsóttu Ásgerði og Björn Th, og urðu mjög hrifin af verkum hennar. Upp úr því hófust töluverðar bréfaskriftir þeirra á milli, og 1984 keyptu þau verkið Orion (ÁB104). Við undirbúning sýningarinnar ákváðu þau að hafa amk tvö verk eftir hvern sýnanda, og eftir nokkrar bréfaskriftir, þar sem Ásgerður sendi þeim litskyggnur af verkum, ákváðu þau að kaupa verkið Icebound sem Ásgerður hafði ofið 1989 (ÁB148). Engar myndir eru til af verkinu í myndasafni Ásgerðar, en nafnið bendir sterklega til tenginga við verkin Í klakaböndum (1983, ÁB120) og Í klakaböndum II (1984, ÁB121). Má ætla að Icebound sé þriðja útfærsla sömu hugmyndar, en þar til verkið eða mynd af því finnst, er þetta einungis ágiskun. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition gratefully appreciated.
Color & Form, International Innovations in Textiles
Veist þú meira um þessa sýningu?