Sýningin var sett upp í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Sýningarstjórinn, Kolbrún Anna Björnsdóttir, valdi verk 12 kvenna úr safneign Listasafns Borgarness. Í fréttatilkynningu sagði hún „Í safneign listasafns Borgarfjarðar má finna margar perlur úr íslenskri listasögu. Með sýningu á verkum kvenna úr safneigninni er verið að gefa þessum merku listakonum rými og samhengi í sögunni. Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu með verkum sínum og opnað gáttina fyrir aðrar konur sem vildu helga líf sitt listinni. En konur sem kosið hafa að gera listsköpun að ævistarfi, hafa gegnum tíðina þurft að synda móti straumnum. Sumar þeirra þurftu að berjast fyrir tækifærum til náms og sumar þurftu að þola mótspyrnu frá bæði eigin stétt og almenningi. Enn þann dag í dag þarf að spyrja spurninga og skoða samhengi listsköpunar og jafnréttis kynja; áhrifin á listafólkið sjálft, verk þeirra og hvernig þeim er tekið í samfélaginu. Á sýningunni er líka aðeins fjallað um bylgjur femínisma í listaheiminum og minnir okkur á þær hindranir sem búið er að yfirstíga en að björninn sé ekki enn ekki unninn og við þurfum sífellt að vera á tánum til að koma í veg fyrir misrétti hvar sem er“. Höfundar verkanna voru þær Ásgerður Búadóttir, Barbara Árnason, Drífa Viðar, Eyborg Guðmundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Kristín Jónsdóttir, Mattea Jónsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir Ream og Soffía Þorkelsdóttir.
Á móti straumnum
Veist þú meira um þessa sýningu?