NordForm 90 var geysilega umfangsmikil norræn hönnunarsýning, haldin í Malmö sumarið 1990. Stefán Snæbjörnsson innanhúsarkitekt og fulltrúi Form Ísland í undirbúningsnefnd sýningarinnar lýsti henni á eftirfarandi hátt (UMF0505) „NordForm 90 á að kynna það besta sem nú er gert í norrænni hönnun og tekur sýningin til byggingarlistar, iðnhönnunar, listiðnaðar, samskiptahönnunar og flestra annarra sviða sem tengjast hönnun í nútímaþjóðfélagi Norðurlanda. Sýningin býður jafnframt upp á margháttaða kynningu á list, hvaða nafni sem nefnist, tónlist, leiklist, myndlist og ekki síst umhverfislist, svo sem innréttingu gatna og torga þar sem „maðurinn“ lifir og hrærist“. Þeir Íslendingar sem áttu verk í sýningarskála1, sem hýsti list og listiðnað, voru Málfríður Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Leifur Breiðfjörð, Sigrún Einarsdóttir, Jens Guðjónsson, Jónína Guðnadóttir, Guðbrandur J Jezorski, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Sören S Larsen, Guðný Magnúsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir og Jón Snorri Sigurðsson. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition is gratefully appreciated.

NordForm 90

SÝN075
1990
júní – september
Malmö
Norræn samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?