NordForm 90 var geysilega umfangsmikil norræn hönnunarsýning, haldin í Malmö sumarið 1990. Stefán Snæbjörnsson innanhúsarkitekt og fulltrúi Form Ísland í undirbúningsnefnd sýningarinnar lýsti henni á eftirfarandi hátt (UMF0505) „NordForm 90 á að kynna það besta sem nú er gert í norrænni hönnun og tekur sýningin til byggingarlistar, iðnhönnunar, listiðnaðar, samskiptahönnunar og flestra annarra sviða sem tengjast hönnun í nútímaþjóðfélagi Norðurlanda. Sýningin býður jafnframt upp á margháttaða kynningu á list, hvaða nafni sem nefnist, tónlist, leiklist, myndlist og ekki síst umhverfislist, svo sem innréttingu gatna og torga þar sem „maðurinn“ lifir og hrærist“. Þeir Íslendingar sem áttu verk í sýningarskála1, sem hýsti list og listiðnað, voru Málfríður Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Björgúlfsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Leifur Breiðfjörð, Sigrún Einarsdóttir, Jens Guðjónsson, Jónína Guðnadóttir, Guðbrandur J Jezorski, Sigurlaug Jóhannesdóttir, Sören S Larsen, Guðný Magnúsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Ragna Róbertsdóttir og Jón Snorri Sigurðsson. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition is gratefully appreciated.
NordForm 90
Veist þú meira um þessa sýningu?