Listiðnaðarsýningin Scandinavian Craft Today var hluti af viðamikilli kynningu í Japan á norrænni menningu. Sjö Íslendingar tóku þátt í sýningunni, þau Steinunn Þórarinsdóttir og Leifur Breiðfjörð með glerlist, Guðný Magnúsdóttir og Jónína Guðnadóttir með keramík, Ragna Róbertsdóttir með hampskúlptúra, Jens Guðjónsson með silfurmuni og Ásgerður með myndvefnað. Hinn þekkti Japanski hönnuðar Motomi Kawagami skrifar hann að hann hafi verið fenginn, ásamt sýningarstjóra Seibu Museum of Art, að heimsækja listamennina, velja hluti og setja upp sýninguna, fyrst í Tokyo og síðan í Kyoto. Alls voru þetta 130 hlutir eftir 35 þálifandi listamenn, verk úr gleri, textíl, tré, málmi og keramík auk skartgripa. Sýningin var síðan nýtt í svipuðu „Scandinavia Today“ átaki í Bandaríkjunum, og sett upp árið eftir í þremur borgum þar vestra. Kawagami eru þakkaðar myndirnar frá sýningunni í Tokyo. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition gratefully appreciated.