Hér verður sú breyting á að FÍM heldur vorsýningu frekar en haustsýningu, sem nokkur hefð hafði verið komin fyrir, og þykir Valtý Péturssyni þetta miður í umfjöllun sinni um sýninguna (UMF0427). Að öðru leiti er hann mjög ánægður með sýninguna, sérstaklega það að hún einskorðaðist að þessu sinni við félagsmenn, og tóku 29 þeirra þátt. Aðalsteinn Ingólfsson (UMF0945) er nokkuð á öndverðum meiði við Valtý, telur sýningu að vori vera ágætis breytingu og skrifar m.a. „Vorsýning ’85 er sem sagt virðingarverð tilraun, en tekst ekki. Þetta er fyrsta samsýning FÍM sem ég mundi vilja kalla beinlínis leiðinlega“. Sérstaklega gagnrýnir Aðalsteinn að einungis 29 af rúmlega 100 meðlimum FÍM taka þátt. Ásgerður tekur þarna þátt í sýningu FÍM í fyrsta skipti síðan 1980 með tvö stór verk. Fimm myndlistarmönnum var boðið að mynda kjarna sýningarinnar. Það voru Jóhann Briem, Magnús Kjartansson, Valgerður Bergsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Eins og alltaf væri gaman að finna ljósmyndir frá þessari sýningu.

Félag íslenskra myndlistarmanna: Vorsýning ’85

SÝN062
1985
13/4 – 5/5
Kjarvalsstaðir
Samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?