Hér sýnir Ásgerður með Koloristerne í þriðja sinn, og vekja myndvefir vinkvennana Nönnu og Ásgerðar mikla athygli gagnrýnanda Politiken, Pierre Lubecker, sem skrifar „NOKSÅ AFGØRENDE er det imidlertid at pege på de to billedvæversker: Nanna Hertoft og Asgerdur Buadottir. De gør udstillningen og sig selv ære. Nanna Hertofts elegant rytmisk beherskede, køligt følsomme grå-blå vævning Regnskyl er et mesterstykke. Udtryksfuldt, følsomt, mageløst i sin blide skønhed. Debusay eller Ravel udsat for væv! Og Buadottirs dubbelvævning Hvor llden Aldrig Dør, skabt på bestilling af Nordisk Kulturfond, rummer en klarhed og varm skønhed i de røde toner, smidige linjerytmer og takket vare den præcise fornemmelse for billedplan og billedrum, som fortryller.“ Þarna fer hann mjög fögrum orðum um verkið Þar sem eldurinn aldrei deyr (ÁB095), ofið fyrir Norræna menningarmálasjóðinn 1979 og sem síðan glatast á sorglegan hátt í miklum flóðum í Kaupmannahöfn 2011. Á sýningunni var einnig verk Ásgerðar Norðurljós (Nordlys), 1979 (ÁB097). Verkið seldist á sýningunni og var kaupandinn Lise Stilling til heimilis að Söborg Parkallé 146 í Danmörku. Ekki hefur tekist að hafa upp á henni og eru allar upplýsingar um kaupandann og verkið vel þegnar. Gæti Lise Stilling verið tengd myndlistarmanninum Herman Stilling, sem var meðlimur Koloristerne og sýndi á þessari sömu sýningu?

Koloristerne. 1980

SÝN049
1980
5/1 – 20/1
Den Frie
Samsýning Koloristerne

Veist þú meira um þessa sýningu?