Samtök herstöðvaandstæðinga skiplögðu menningardaga í mars-apríl 1979 til að minnast þess að 30 ár væru liðin frá inngöngu Íslands í NATO. Ýmsir atburðir voru skipulagðir víða um land. Í Reykjavík var meðal annars sett upp myndlistarsýning að Kjarvalsstöðum, og sýningarnefnd útskýrði inntak hennar á eftirfarandi hátt „Í upphafi var ráðgert að verkin sem sýnd yrðu á myndlistarsýningu þessari í tengslum við lista- og menningardaga Samtaka herstöðvaandstæðinga, skyldu tengjast baráttumáli samtakanna og fjalla um hernámið. Því fylgdi jafnframt sú hætta að um leið væri búið að útiloka marga ágæta listamenn og að ennfremur væri búið að binda verkin um of undir ákveðnu þema. Eftir því sem undirbúningur þróaðist, kom brátt í ljós, að fjölmargir listamenn leituðu til sýningarnefndar og fóru þess á leit að fá að helga verk sín þessari baráttu, jafnvel þó verkin sjálf hefðu ekki beint pólitískt inntak. Fyrir bragðið hefur tekist að draga saman verk i víðfeðmari sýningu og fjölbreytilegri, auk þess sem hér eru fulltrúar þriggja kynslóða listamanna“. Ásgerður var meðal þeirra 34 sem höfðu verk á sýningunni, enda var hún alltaf herstöðvarandstæðingur. Í umfjöllun sinni gefur Aðalsteinn Ingólfsson (UMF0301) ekki mikið fyrir þetta upplegg og finnst sýningin ansi grautarleg, þó hann sjái þar einnig nokkuð góð verk. Það væri athyglisvert að fá ljósmyndir frá sýningunni til birtingar.

Menningardagar herstöðvaandstæðinga

SÝN047
1979
16/3 – 25/3
Kjarvalsstaðir
Samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?