Þessi sýning listafélagsins „Kunstforeningen af 14. august“ var haldin í listiðnaðarsafni Danmerkur í Kaupmannahöfn, sem þá hét Kunstindustrimuseet en er nú kallað Designmuseum Danmark. Þar sýndi listafélagið innkaup frá 1977/1978, þar á meðal myndvefnað Ásgerðar, Vintersol, 1977 (ÁB087), sem félagið keypti á sýningu Koloristerne í ársbyrjun 1978 (SÝN043). Ársgjald félagsmanna var þá 50 dkr og gilti sem happdrættismiði í árlegu happdrætti félagsins. Uppgefið verð á Vetrasól Ásgerðar var 6000 dkr og hæsti vinningur í happdrættinu 1978. Því miður er mjög lítið vitað um verkið, sérstaklega er ekki vitað hver eigandi þess er, því engar slíkar upplýsingar hafa fundist í skjalasafni félagsins. Það sem er vitað er lýsingin á verkinu í sýningarskránni (UMF0852) „Gobelinvævet billedtæppe i uld og hestehår, naturvid og kraprød. 100 x 94 cm“. Auk þess vill svo til að í stuttri umsögn í Politiken um sýninguna (UMF0812) þar sem segir „Den islandske Asgerdur Buadottir hæver sig fint op med sit billedtæppe med lange hestehår, der fortæller om vinden over landet“, fylgir eina þekkta ljósmyndin (snýr á haus) af verkinu. Þar sést að Vetrarsól er augljóslega (stóra)systurverk verksins Af stuðlum sem einnig var ofið 1977, og hér fylgir m.a. samsett mynd sem sýnir bæði verkin. Allar upplýsingar um Vetrarsól eru mjög vel þegnar. The work „Vintersol, 1977“ is likely in Denmark. All information on its ownership and whereabouts is highly appreciated. So are photos from the exhibition.

Kunstforeningen af 14 augusti

SÝN045
1978
28/8 – 3/9
Stensalen, Kunstindistrimuseet, Kaupmannahöfn
Happdrættissýning

Veist þú meira um þessa sýningu?