Þetta var fyrsta samsýning Textílfélagsins, sem hafði verið stofnað 1974. Í stuttu viðtali í Mbl (UMF0291) kemur m.a. fram að það 17 af 21 félagsmanna taki þátt í sýningunni, sem sé hvort tveggja í senn, listsýning og listiðnaðarsýning, en til sýnis er tauþrykk, fatahönnun, vélavefnaður, almennur vefnaður og myndvefnaður. Hrafnhildur Schram skrifa mjög jákvæðan dóm um sýninguna (UMF0292), þar sem hún hnýtir í listasöfnin fyrir að vera ekki búin að kaupa verk á sýningunni og skrifar einnig „Er hér ekki einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir að klæða þó ekki væri nema litinn hluta steinsteypuveggja sem þessar byggingar geyma því ekki er hægt að hugsa sér heppilegri verk sem bæði mýkja upp og setja mannlegri blæ á nýbyggingar“. Orð að sönnu! Valtýr Pétursson skrifar einnig (UMF0294) um sýninguna, viðurkennir að hann kunni ekkert um textíllist, en skrifar í jákvæðum tón og m.a., af öðrum ólöstuðum, „Ásgerður Búadóttir er áberandi mest sjóuð í sínu fagi og á þarna merkileg teppi, sem gerð eru úr hrosshári og ull. Hún virðist vera í sérflokki á þessari sýningu, enda hefur hún miklu lengri starfsferil að baki en aðrar stöllur hennar á þessari sýningu“. Enn vantar ljósmyndir frá sýningunni.