Þetta er annað skiptið sem Ásgerður sýnir með Koloristerne, og nú með fimm nokkuð stór verk. Dómar um sýninguna voru lofsamlegir, og ekki síst um myndvefnaðinn. „Land og Folk sagði t.d.: „Vefararnir tveir, Nanna Hertoft og Ásgerður Búadóttir, megna báðar að lyfta vefnaði sínum yfir einbert handverkið og skapa úr þeim myndræna list“, — og „Aktuelt“ talaði um „sterka og persónulega vefjarlist þeirra Nönnu Hertoft, Frönku Rasmussen, og þó ekki síst Ásgerðar Búadóttur“. Fjögur verkanna hafði Ásgerður áður sýnt á Íslandi, en fimmta verkið var „nýtt“, verkið Vetrarsól/Vintersol, 1977 (ÁB087). Líklegast er verkið ofið rétt fyrir sýninguna því í safni Ásgerðar er engin ljósmynd af verkinu. Á sýningunni er verkið síðan keypt af þekktu listafélagi, „Kunstföreningen af 14. august“. Þetta listafélag notar keypt listaverk síðan sem happdrættisvinninga í árlegu happdrætti félagsins. Verkið Vetrasól verður 1. vinningur í happdrætti félagsins 1978 (sjá SÝN045) og þrátt fyrir eftirgrennslan er ekkert vitað um vinninghafann/eigandann. Allar upplýsingar og myndir frá sýningu Koloristerna 1978 er því mjög vel þegnar.
Koloristerne 78
Veist þú meira um þessa sýningu?