Þessi alþjóðlega listiðnaðarsýning í Ontario, Kanada, var sögð sú stærsta sem haldin hafði verið, með um 1000 hlutum frá 79 löndum. Hún var sett upp af alþjóðastofnuninni World Crafts Council og nefnd “In Praise of Hands – The First World Crafs Exhibition”. Um var að ræða nútíma listiðnað í mjög breiðum skilningi, frá nytjalist til frjálsrar listsköpunar. Hlutirnir voru flokkaðir undir “Apparel and adornment”, The home: Utility and embellishment, Play, Ritual and celebration, og “The maker’s statement” þar listavek úr leir, gleri, málmi og textíl voru sýnd. Þar var verk Ásgerðar Rautt regn (ÁB067) sýnt ásamt um 30 öðrum textílverkum eftir marga fremstu textíllistamenn Evrópu. Miðpunktur þessa hluta sýningarinnar hefur á efa verið einn af textílskúlptúrum hinnar pólsku megastjörnu Magdalena Abakanowicz, “Red Abacan”. Verk sýningarinnar voru valin af þremur nefndarmönnum World Crafts Council: Erika Billeter, curator of Zurich’s Museum Bellerive; Paul J. Smith, director of New York’s Museum of Contemporary Crafts, and Sori Yanagi, the Japanese industrial designer. Fyrir utan myndvefnað Ásgerðar voru tveir skornir tréhlutir valdir frá Íslandi, en ekki auðvelt að skilja hvaða hlutir þetta voru, mögulega vegna stafavilla, en líklega tengdir ullarspuna. Í sýningarskrá er þeim lýst sem: “Spool bar (Krokarskefli), carved wood (length 26 cm)” og “Jenrojonasson, Spindle, carved wood (44.5 cm length)”. Kannski getur einhver frætt okkur um þessa gripi? Ljósmyndir frá sýningunni eru vitanlega vel þegnar.
In Praise of Hands
Veist þú meira um þessa sýningu?