Þess norræna listiðnaðarsýning var hluti af opnunardagskrá Norræna hússins sem var vígt við hátíðlega athöfn 24. ágúst 1968. Rúmlega 500 munir voru sýndir, aðallega gler, keramík, silfur- og gullsmíði, heimilisiðnaður og myndvefnaður. Sýningarstjóri var Norðmaðurinn Roar Høyland, sem einnig valdi íslensku muni sýningarinnar. Segist hann (UMF0200) „hafa orðið undrandi á gæðum íslenzks iðnaðar; einna mest fannst honum koma til íslenzks myndvefnaðar“. Ásgerður sýndi tvö verk, en ekki kemur fram í sýningarskránni hvaða verk þetta voru, og enn hafa ekki fundist ljósmyndir eða aðrar upplýsingar um það. Nefna má að Ásgerður hefur að líkindum ekki verið mjög mikið að hugsa um þessa sýningu, þar sem hún eignaðist dóttur sína Þórunni þann 20. ágúst, þá 47 ára að aldri. Bragi Ásgeirsson segir í sýngarumfjöllun (UMF0203) að Ásgerður „sýnir sína beztu hlið í teppum sínum“, frasi sem hann hafði áður notað (SÝN022) um verk hennar.
Nordisk Brukskunst i Nordens Hus
Veist þú meira um þessa sýningu?