Þessi sýning var kynnt í Þjóðviljanum á eftirfarandi hátt: „Í tilefni þjóðhátíðarinnar gangast Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna fyrir fjölbreyttri listkynningu að Hallveigarstöðum dagana 15., 16. og 17. júní. Verður haldin myndlistarsýning í sölum Hallveigarstaða og dagskrá verður á daginn og kvöldin með tónlist og upplestri“. Á listsýningunni voru sýnd málverk eftir Drífu Viðar, Eyborgu Guðmundsdóttur, Guðmundu Andrésdóttur, Hafstein Austmann, Sverri Haraldsson og Valgerði Bergsdóttur, höggmyndir eftir Ólöfu Pálsdóttur og myndivefnaður eftir Vigdísi Kristjánsdóttur og Ásgerði Búadóttur. Engar myndir eða frekari upplýsingar um sýnd verk hafa fundist. Myndin sýnir verk Vigdísar Kristjánsdóttur „Óðurinn til sauðkindarinnar“ sem hangir í kjallara Hallveigarsataða og mætti hugsa sér að verkið hafi verið á sýningunni 1968 og síðan verið keypt af MFÍK eða gefið af Vigdísi. Mögulega geta gögn um sýninguna legið í skjalasafni MFÍK sem varðveitt er af Kvennasögusafni Íslands, þar sem askja 5 geymir m.a. gögn frá árinu 1968. Athygli vekur að hvergi er minnst á þetta framtak MFÍK í öðrum dagblöðum en Þjóðviljanum.
Listkynning MFÍK
Veist þú meira um þessa sýningu?