Tiltölulega litlar upplýsingar liggja fyrir um þessa sýningu, eina hina síðustu sem haldin var í Listamannaskálanum, enda kvarta bæði aðstandendur sýningarinnar (UMF0898) og Valtýr Pétursson í gagnrýni sinni (UMF0175) yfir döpru ástandi skálans. Sýningarskráin er einnig mögur, t.d. engar upplýsingar um stærð eða ártal verkanna og mörgum lýst einungis sem „málverk“, „mynd“, eða eins og fyrir Ásgerði og Barböru Árnason, sem „teppi“, þrátt fyrir að Ásgerður á þessum tíma hafi gefið öllum verkum sínum titil. Því er ekki vitað hvaða verk Ásgerður sýndi, og myndu þær upplýsingar líklegast einungis fást ef fleiri ljósmyndir frá sýningunni finnast. Á illa skönnuðu eintaki af sýningarskránni, í eigu Listasafns Íslands, vekja handskrifaðar verðupplýsingar athygli og þá líka að „teppi“ Ásgerðar er sínu dýrast. Bendir það til að Ásgerður hafi sýnt tiltölulega mjög stórt verk.
Haustsýning félags íslenzkra myndlistarmanna
Veist þú meira um þessa sýningu?