Á Menningarviku Samtaka hernámsandstæðinga í byrjun maí var haldin samsýning 35 listamanna í Lindarbæ, og var mamma ein af þeim. En engin skrá yfir hin sýndu verk hefur fundist og ekki vitað hvort þetta var sölusýning eða ekki. Í tímaritinu Dagfara (UMF0768) birtist ljósmynd frá opnun myndlistasýningarinnar, þar sem Þóroddur Guðmundsson skáld opnar sýninguna. Á bak við sýningargestina glittir í nokkur listaverk á vegg, þar af eitt verka Ásgerðar, Úlfgríma (ÁB053), ofið þetta sama ár. Hvort Ásgerður hafi haft önnur verk á sýningunni er enn ekki vitað. Á ljósmyndinni má einnig sjá járnskúlptúrinn Stígandi eftir Guðmund Benediktsson í forgrunni. Athyglisvert væri að finna fleiri ljósmyndir frá sýningunni.

Menningarvika Samtaka Hernámsandstæðinga

SÝN019
1965
1/5 – 9/5
Lindarbær
Samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?