Sýningin markar þau tímamót að Ásgerði er veitt innganga í Félag Íslenskra Myndlistarmanna (FÍM) og sýnir hér með þeim í fyrsta skipti. Til gamans má geta að af 34 sýnendum eru 9 konur sem sýna verk sín. Guðmunda Andrésdóttir, Júlíana Sveinsdóttir og Nína Tryggvadóttir sýna málverk, Barbara Árnason sýnir svartlist, Gunnfríður Jónsdóttir, Nína Sæmundsson og Ólöf Pálsdóttir sýna höggmyndir, og Ásgerðar og Vigdís Kristjánsdóttir sýna myndvefnað. Ekki vitað hvort verkið „Vefnaður“ sem Ásgerður sýnir þarna er Vefnaður I (ÁB020) eða Vefnaður II (ÁB021). Ljósmyndir frá sýningunni eru því vel þegnar.
Listahátíð Bandalags íslenzkra myndlistarmanna
Veist þú meira um þessa sýningu?