Félagi húsgagnaarkitekta var falið að annast hlutdeild íslands í þessari alþjóðlegu listiðnaðarsýningu Verkin voru valin af sýningunni Húsgögn ’61 (SÝN012). Þar voru þrjú verk Ásgerðar sýnd, og tvö þeirra sjást á þeim tveim ljósmyndum sem birtust í íslenskum dagblöðum. Því er enn óvíst hvort verk ÁB024 hafi verið á sýningunni, og fleiri ljósmyndir frá íslenska sýningarsalnum væru vel þegnar til að ganga úr skugga um það. Sérstaklega má nefna að stóllinn Höfðingi, hannaður af Gunnari H Guðmundssyni hlaut gullverðlaun sýningarinnar, og hefur sá stóll nýlega (2025) verið settur í framleiðslu af Epal.
13. Deutsche Handwerks Messe
Veist þú meira um þessa sýningu?