Félagi húsgagnaarkitekta var falið að annast hlutdeild íslands í alþjóðlegu listiðnaðarsýningunni í München 1961 (SÝN013), og var sýningin Húsgögn ´61 notuð sem forval fyrir hvaða hlutir yrðu sendir til Þýskalands. Engin sýningarskrá hefur fundist, en á blaðaljósmyndum frá sýningunni sjást þrjú verk Ásgerðar og voru þau líklegast öll valin til að fara áfram til München, en tvö þeirra sjást á ljósmyndum frá þeirri sýningu.