Þessi listkynning Morgunblaðsins á verkum Ágerðar sumarið 1959 var sérstaklega í tengslum við samnorrænu listiðnaðarsýninguna í París (SÝN009) sem þá var nýlega afstaðin. Svo virðist sem einhver af þeim verkum sem hún sýndi þar hafi verið sýnd í Morgunblaðsglugganum. Önnur umfjöllunin í Mbl (UMF0096) sýnir mynd af Lauf með brúnu (ÁB008) sem var klárlega á Parísarsýningunni, og virðist sem einhver fleiri verk hafi einnig verið í glugganum, en kannski ekki öll fjögur frá París? Allar upplýsingar/myndir vel þegnar.

Sýningargluggi Morgunblaðsins

SÝN011
1959
1/8-13/8
Aðalstræti
Útstilling

Veist þú meira um þessa sýningu?