Þetta var tímamótasýning, þar sem allt það besta af norrænni hönnun og listiðnaði sjötta áratugsins var sýnt í hjarta Parísar. Þarna voru hlutir frá framleiðendum eins og Hadeland, Arabia, Gustavsberg, Boda, Ittala, Bing & Gröndal og Orrefors. Þarna voru verk eftir hönnuði og listamenn eins og Alvar Alto, Kaj Bojesen, Ingeborg Lundin, Erik Höglund, Stig Lindberg, Arne Jacobsen, Georg Jensen, Hans Wegner, Oiva Toikka, Kaj Frank, Timo Sarpaneva og Bruno Mathsson. Ísland sýndi vefnað Júlíönu Sveinsdóttur, Ásgerðar og Guðrúnar Jónasdóttur, stóla Sveins Kjarval og silfursmíði Ásdísar Thoroddsen og Jóhannesar Jóhannessonar, og prjónales frá Hannyrðasambandinu. Einnig voru hlutir frá Þjóðminjasafninu til sýnis, sem bendir til að ekki hafi verið um mjög auðugan garð að gresja hvað varðaði nútíma íslenskan listiðnað. Val á sýninguna var í tveimur skrefum, hvert land með sýna valnefnd, sem sendi ljósmyndir á samnorræna valnefnd sem tók loka ákvörðun. Því eru flestar ljósmyndir sem hafa fundist ekki teknar á sýningunni heldur í forvalinu, sem félagið Íslenzk listiðn sá um hérlendis. Sýningarskráin getur ekki einstakra verka. Einungis hafa fundist tvær blaðaljósmyndir frá íslenska hluta sýningarinnar. Þar sést einungis eitt verk Ásgerðar (ÁB008). Mynd af öðru (ÁB005) er að finna í myndaalbúmi safnsins. Á lista flutningafyrirtækisins sem flutti muni til Parísar, eru fjögur verk Ásgerðar. Allar frekari upplýsingar og sérstaklega ljósmyndir eru vel þegnar.
Formes Scandinaves
Veist þú meira um þessa sýningu?