EIGENDUR: MERKING VERKA, EIGENDASAGA, LJÓSMYNDIR

29. apríl 2025

Uppbygging þessa vefs er að miklu leiti ykkur að þakka. Þið hafið lánað verk til ljósmyndunar, sent ljósmyndir, veitt upplýsingar, oft skemmtilegar og áhugaverðar, um eigendasögu og annað því tengdu.
Svona í upphafi vil ég biðja ykkur að skoða sérstaklega ykkar eigin verk og þær upplýsingar og ljósmyndir sem þeim fylgir, og hjálpa til með viðbætur og leiðréttingar eftir því sem við á.
MERKING: Ef stendur „merking óþekkt“ þá vantar mig upplýsingar. Ásgerður merkti sum verk, önnur ekki, en merkingin er nær alltaf á neðri kanti bakhliðar. Ef verkið er ómerkt, sendið inn upplýsingar um það; ef verkið er merkt, sendið gjarnan inn mynd af merkingunni.
EIGENDASAGA: ÁRTÖL: Oft vantar ártöl þegar verk hafa skipt um eigendur. Upplýsingar hvað það verðar eru vel þegnar. EIGENDUR: Ef nafn þitt birtist í eigendasögu, og þú ert því mótfallinn, láttu vita og nafninu verður þegar í stað skipt út fyrir „Einkaeign“. Ef verk þitt hins vegar er sagt vera „Einkaeign“ en þú vilt að nafn þitt sem eiganda birtist, láttu vita og nafni/nöfnum eigenda verður sett inn. ÓÞEKKTUR EIGANDI: Í nokkrum tilfellum er eigendasagan flókin og ekki vitað hver var eigandi verksins á vissu tímabili. Allar upplýsingar um slíkt eru vel þegnar.
LJÓSMYNDIR: Komið gjarnan á framfæri góðum ljósmyndum af verkinu, frá sýningum eða því rými sem verkið hangir í (sjá mynd).

Myndin sýnir verkið Eldstákn 1973 (ÁB069) í einum æfingasal Menntaskólans í Tónlist.