Eins og nafn sýningarinnar ber með sér var hér um að ræða sýningu á völdum verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Eitt verka Ásgerðar er á sýningunni og er í sýningarskrá einungis getið sem „Abstrakt mynd – vefnaður“. Engin ljósmynd hefur komið í leitirnar sem staðfestir hvaða verk þetta er, en ef safneignin er skoðuð, þá á Listasafn Reykjavíkur einungis eitt verk eftir Ásgerði frá því fyrir sýningarárið 1974. Það er verkið Blaðform (ÁB009) frá 1957. En sýningarnefndinni hefur líklega yfirsést að titill verksins er skráður á bakhlið þess, og þess vegna valið að kalla það „Abstrakt mynd“. Eigendasaga verksins er sú að það var keypt af Reykjavíkurborg 1957, þegar Heilsuverndarstöðin opnaði, sem hluti af listskreytingu mæðradeildar. Verkið hefur síðan orðið hluti af safneign Listasafns Reykjavíkur. Myndir frá sýningunni vel þegnar.
Sýning myndverka í eigu Listasafns Reykjavíkur
Veist þú meira um þessa sýningu?