Heimaeyjargosið hófst 23. janúar 1973. Um tveimur vikum síðar var þessi sýning til styrktar Vestmannaeyjum opnuð í húsakynnum Listasafns Ríkisins í Þjóðminjasafninu. Fyrir sýningunni stóð FÍM í samvinnu við Listasafnið. Þar voru sýnd 80 verk eftir 45 listamenn sem gáfu verk sín, málverk, höggmyndir, vatnslitamyndir, grafíkmyndir og listvefnað. Fyrirkomulag sýningarinnar var bæði happdrætti og lokað uppboð. Annars vegar gilti sýningarskráin, sem kostaði 100 kr, sem happdrættismiði, og voru vinningarnir fimm málverk – 2 eftir Kjarval, 1 eftir Nínu Tryggvadóttur, 1 eftir Finn Jónsson og eitt eftir Jón Engilberts. Hins vegar var sett lámarksverð á öll verkin á sýningunni, og gátu sýningargestir síðan skilað inn verðtilboðum, sem voru opnuð í lok sýningarinnar. Á sýningunni kaupir Sólveig Eggerz Pétursdóttir verk Ásgerðar, Lítið rautt (ÁB071). Kristján Davíðsson gerði einnig auglýsingaplakat, sem var selt á 200 kr og væri gaman að finna mynd af því, og svo auðvitað ljósmyndir frá sýningunni.
Listsýning til styrktar Vestmannaeyjum
Veist þú meira um þessa sýningu?