Sýningin á nútímalistiðnaði kvenna var haldin að undirlagi tímarisins Melkorku í Snorrasal að Laugavegi 18. Auglýst var eftir munum sem dómnefnd valdi síðan úr. Valdir voru hlutir 25 kvenna og sýnendur voru Ásdís Sveinsdóttir Thoroddsen, Ásgerður Ester Búadóttir, Bergljót Eiríksdóttir, Dolinda Tanner, Erna Sigurðardóttir Hansen, Gerður Hjörleifsdóttir, Guðrún Júlíusdóttir, Gíslrún Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Herdís Gröndal, Halldóra Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Ragnhildur Ólafsdóttir, Rósa Eggertsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Steinunn Marteinsdóttir, Sólborg Gunnarsdóttir, Svava Gísladóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Vigdís Pálsdóttir og Þóra Marta Stefánsdóttir. Sýningarskráin gefur einungis almennar upplýsingar um hvers kyns verk voru sýnd, t.d. að Ásgerður sýndi tvo myndvefi, en ekki hvaða verk. Nýlega hafa fundist filmur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur með um 17 myndum Ara Kárasonar frá sýningunni, sem gefa mun betri upplýsingar um hvaða verk voru sýnd, meðal annars sjást báðir myndvefir Ásgerðar á einni myndanna; Lauf með brúnu og Form í haustnótt. Vonandi munu þessar myndir birtast hér fljótlega.