Sýningarsalurinn, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis var opnaður 1957 með samsýningum á myndlist og listiðnaði. Hér er bryddað uppá happdrættissýningu. Sýndir voru 30 hlutir eftir þessa listamenn: Höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson, Guðmund Benediktsson, Jón Benediktsson og Sigurjón Ólafsson; málverk eftir Benedikt Gunnarsson, Bjarna Jónsson, Braga Ásgeirsson, Guðrúnu Svövu, Guðmundu Andrésdóttur, Hafstein Austmann, Hörð Ágústsson, Jón Engilberts, Jón B. Jónasson, Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Kjarval, Kjartan Guðjónsson, Kristínu Jónsdóttur, Kristján Davíðsson, Kristján Sigurðsson, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason og Valtý Pétursson; myndvefnaður eftir Ásgerði E. Búadóttur; keramik frá Funa h.f. Eftir Tove Ólafsson og frá h.f. Glit eftir Ragnar Kjartansson; batik eftir Sigrúnu Jónsdóttur; sáldþrykk eftir Kristínu Jónsdóttur og veggteppi eftir Barböru Árnason. Engin sýningarskrá hefur fundist og ekki vitað hvaða verk voru sýnd. Allar upplýsingar/myndir vel þegnar.
Happdrættissýning Sýningarsalarins
Veist þú meira um þessa sýningu?