Gunnar B. Kvaran, þá nýráðinn listráðunautur Kjarvalsstaða, hafði veg og vanda af þessari sýningu með um 70 sjálfsmyndum eftir 56 íslenska listamenn. Í tengslum við sýninguna birti hann einnig ýtarlega grein um sjálfsmyndir í tímaritinu Heimsmynd (UMF0956). Bragi Ásgeirsson var mjög jákvæður í skrifum sínum (UMF0952) og sagði m.a. „með skemmtilegri sýningum er inn í húsakynnin hafa ratað, — uppsetning og lýsing er með ágætum”. Þvert á móti telur Aðalsteinn Ingólfsson sýninguna klúður (UMF0951), bæði hvað varðar val mynda og vöntun á skýringum. Hann skrifar m.a. „Allt þetta, og meira til, hefði mátt skýra og skoða, jafnvel gera að pedagógískri upplifun, en það tækifæri hafa skipuleggjendur látið ganga úr greipum sér“. Meðal mynda á sýningunni var um 40 ára gamalt steinþrykk Ásgerðar, sem hún hafði unnið á Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1949 og sýnt, nýkomin úr námi, á Listamannaþingi 1950 (SÝN125). Ljósmyndir frá sýningunni eru vel þegnar.
Sjálfsmyndir
Veist þú meira um þessa sýningu?