Þessi farandsýning um Bretland var skipulögð af Listasafni Íslands og Brighton Polytechnic Gallery og var sett upp á fimm stöðum; the Feres Art Gallery í Hull (28/10 – 3/12 1989), Great Grimsby Town Hall (14/12 1989 – 14/2 1990), The Barbican Art Center, Concourse Gallery í London (27/2 – 8/4 1990), Brighton Polytechnic Gallery og Burstow Gallery í Brighton (apríl 1990) og að síðustu í The Talbot Rice Art Centre, University of Edinburgh (vor til 7/7 1990). Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna var áherslan á íslenskt landslag í myndlist, allt frá frumkvöðlum íslenska landslagsmálverksins til verka þá starfandi listamanna, þar sem bæði voru hlutbundin og óhlutbundin verk sýnd. Þannig voru þau þrjú verk Ásgerðar á sýningunni einungis tengd landslagi gegnum þau náttúruáhrif sem hún túlkaði á óhlutbundinn hátt; Ís og eldur (1975-1976), Skarðatungl (1976) og Eldland (1981). Nokkrar stuttar umfjallanir um sýninguna má finna í breskum dagblöðum (The Times UMF959, The Financial Times UMF0960, The Scotsman UMF0961) og eru þær allar fremur jákvæðar og telja sýninguna athyglisverða. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition is gratefully appreciated.
Landscapes from a high latitude: Icelandic art 1909-1989
Veist þú meira um þessa sýningu?