Í febrúar 1987 hélt Ásgerður sína sjöttu einkasýningu í Listasafni ASÍ með 10 verk, ofin á árunum 1984-1986. Guðbergur Bergsson skrifar um sýninguna á sinn sérstæða, áhugaverða og heimspekilega hátt undur fyrirsögninni „Það að vefa sig inn í þögnina…“ (UMF0462), og Aðalsteinn Ingólfsson fjallar einnig um sýninguna á athyglisverðan og jákvæðan hátt (UMF0463). Lokaorð hans voru „Á sýningu Ásgerðar í Listasafni ASÍ eru 10 verk, sem ofin eru á síðastliðnum þremur árum. Að minnsta kosti þrjú þeirra, „Dögun“, „Norðrið“ og „Vúlkan“, eru með því besta sem listakonan hefur ofið“. Í því sambandi má nefna að Dögun er nú í eigu Seðlabanka Íslands og bæði Norðrið og Vúlkan í eigu Listasafns Íslands.
Ásgerður Búadóttir, ASÍ
Veist þú meira um þessa sýningu?