Veturinn 1985-1986 stóð Gerðuberg, í samvinnu við stjórn Kjarvalsstaða, fyrir tveimur sýningum á verkum kvenna í eigu Reykjavíkurborgar. Sýningarstjóri var listamaðurinn Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla). Fyrri sýningin (nóvember 1985) tók fyrir verk látinna listamanna, en þessi tók fyrir núlifandi listamenn fædda 1945 eða fyrr og þær konur sem áttu málverk, vefnað, grafík og fleira á sýningunni voru Ása Ólafsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Ingunn Eydal, Jóhanna Bogadóttir, Karen Agnete Þórðarson, Karolína Lárusdóttir, Kristín Jónsdóttir, Louisa Matthíasdóttir, Margrét Jóelsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrid Vatingojer, Sigrún Guðjónsdóttir, Sólveig Eggerts Pétursdóttir, Svala Þórisdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Gerla hefur tjáð Ásgerðarsafni að engin sýningarská hafi verið gefin út fyrir sýninguna, að einungis eitt verk hafi verið sýnt fyrir hvern listamann og að verk Ásgerðar á sýningunni hafi verið Blaðform (ÁB009). Óskað er eftir ljósmyndum frá sýningunni.
Listakonur – verk í eigu Reykjavíkurborgar II
Veist þú meira um þessa sýningu?