Á svipuðum nótum og MFÍK og FÍM efndu til kvennasýningar í Norræna húsinu (SÝN036) fyrr um vorið, þá setur Listasafn Íslands upp þessa sýningu “Í tilefni af alþjóða-kvennaárinu” í einni álmu safnsins sem hluta af sumarsýningu sinni. Bragi Ásgeirsson fer um víðan völl í gagnrýni sinni (UMF0924), en fjallar aðallega þó um skort á fjármagni til listaverkakaupa. Í því sambandi telur hann safnið ekki geta gefið rétta mynd af hlut kvenna í íslenskri myndlist “einkum þar sem úrval það, sem safnið á af myndverkum kvenna, er í flestum tilvikum ekki fjölskrúðugt”. Þetta má örugglega til sanns vegar færa. Á þessum tíma átti Listasafn Íslands t.d. einungis tvo eldri myndvefnaði eftir Ásgerði; Glóð 1962 (ÁB028), og Venus 1966 (ÁB056). Hins vegar kemur fram í sýningarskrá að þessi verk Ásgerðar væru „væru á sýningu erlendis“ (hvaða sýning var það?), og að í stað þeirra væru sýnd verk „í eign listakonunnar“. Því vill svo til að á þessari sýningu eru þrjú þá nýleg verk Ásgerðar, tvö þeirra frá sýningarárinu 1975 og sýnd hér í fyrsta skipti.
Í tilefni alþjóða-kvennaársins
Veist þú meira um þessa sýningu?