Sýningin „Aldaspegill: Íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987“ var opnuð af Vigdísi Finnbogadóttur forseta, og markaði tímamót í starfsemi Listasafns Íslands þar sem með sýningunni var húsnæði safnsins við Fríkirkjuveg vígt. Í fjölmiðlaumfjöllun var skiljanlega meira rætt um húsnæðið en sýninguna sjálfa, en þeir sem gerðu sýningunni skil voru, eins og svo oft verður með stórar samsýningar, nokkuð uppteknir af að nefna þá myndlistarmenn sem ekki voru teknir með (UMF0482, UMF0484). Verk Ásgerðar Vúlkan frá 1986, sómdi sér einkar vel í stigagangi safnsins eins og sést á ljósmynd Árna Sæberg af forstöðumanni safnsins, Beru Nordal. Ljósmyndir frá sýningunni eru vel þegnar.