MYNDSTEF VEITIR STYRK FYRIR ÁSGERÐARSAFN 2.0

21. september 2025

Nú eru liðnir rétt um 4 mánuðir síðan vefsafnið Ásgerðarsafn opnaði, en nú þegar er farið að leggja drög að fyrstu heildaruppfærslu þess.

Svo ýmislegt sé nefnt, þá það þarf að láta ljósmynda nýfundin verk og önnur sem líka bíða ljósmyndunar. Það þarf að kaupa ljósmyndir til birtingar frá ljósmyndasöfnum. Það þarf að bæta efni inn á vefinn, eins og hönnunarvinnu, teikningum og grafíkverkum, ásamt myndum af Ásgerði gegnum ferilinn. Það þarf að setja upplýsingatexta við þær rúmlega 1100 ljósmyndir sem eru á vefnum, og það þarf að gera ýmsar breytingar á vefnum til að gera hann enn þægilegri í skoðun.

Til þessa verkefnis var Myndstef að veita sinn annan styrk til Ásgerðarsafns, 750.000 kr að þessu sinni.

Ef þið sem skoðið vefinn hafið sjónarmið hvað varðar betrumbætur, megið þið gjarnan koma þeim á framfæri gegnum info@asgerdarsafn.is