Listamannaþing, Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) var sett 29. apríl 1950. Af því tilefni opnaði listasýning í Þjóðminjasafni Íslands. Sýnendur voru Barbara Árnason, Drífa Viðar, Einar Baldvinsson, Ásgerður Björnsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Höskuldur Björnsson, Jóhann Briem, Kristján Davíðsson, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Pjetursson, Karl Kvaran, Louisa Matthíasdóttir, Magnús Á. Árnason, Nína Tryggvadóttir, Ólafur Túbals, Pjetur Friðrik Sigurðsson, Sighvatur Bjarnason, Sigurður Sigurðsson, Snorri Arinbjarnar, Sverrir Haraldsson, Svavar Guðnason, Vigdís Kr. Einarsson, Veturliði Gunnarsson, Þorvaldur Skúlason, Örlygur Sigurðsson, Axel Helgason, Gunnfríður Jónsdóttir, Ríkarður Jónsson, Sigurjón Ólafsson og Tove Ólafsson. Ásgerður, nýkomin úr myndlistarnámi sínu í Kaupmannahöfn sýndi eitt grafíkverk, sjálfsmynd frá 1949.