Á sama tíma og sýningin “Scandinavian Craft Today” (SÝN067) ferðaðist um Bandaríkin með þrjú verk Ásgerðar, var henni boðin þátttaka í annarri sýningu vestanhafs. Aðalsteinn Ingólfsson sagði m.a. svo frá sýningunni í grein í DV (UMF0486) “Nýlega lauk í háskólasafninu í Kent, Ohio, sýningu á úrvali bandarískrar og erlendrar vefnaðarlistar, Contemporary Woven Work: America and abroad. Safn þetta, sem er tengt listaskólanum við Kent State-háskólann, hefur látið sig vefjarlist miklu varða enda hefur Ohio löngum verið mikilvæg miðstöð vefnaðar. Ellefu veflistarmönnum var boðið til þátttöku í sýningunni, fimm bandarískum og sex erlendum. Meðal þeirra var Ásgerður Búadóttir en af öðrum má nefna Olgu De Amaral frá Kólombíu, Shigeo Kubota frá Japan, Margot Rolf frá Hollandi, Lilian Tyrrell frá Bretlandi og Ewu Latkowska-Zychska frá Póllandi en margir þeirra eru taldir í fremstu röð nútíma veflistarmanna”. Þarna sýndi Ásgerður verkið Dögun sem er nú í eigu Seðlabanka Íslands. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition gratefully appreciated.

Contemporary Woven Work: America and Abroad

SÝN068
1988
24/2 – 19/3
Kent State University, USA
Alþjóðleg samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?