Þessi sýning var hluti af ”Scandinavia Today”, sem var geysilega yfirgripsmikið kynningarátak í Bandaríkjunum á norrænni menningu. Myndlist og listiðnaður var sýndur á fjórum samsýningum. Þrjár sýninganna voru opnaðar samtímis, þann 13/9 1982 í hjarta Manhattan og lá rauður dregill eftir 5th Avenue á milli safnanna. Haraldur, krónprins Noregs, opnaði listiðnaðarsýninguna Scandinavian Modern 1880-1980 í Cooper-Hewitt-safninu (Ásgerður með 1 verk, sjá SÝN054), Bertil Svíaprins opnaði grafíksýninguna The Scandinavian View: Ecology and Poetry in Nordic Printmaking í National Academy of Design, og Henrik Danaprins opnaði nútímasýninguna Art Now Contemporary Scandinavia í Guggenheim-safninu. Daginn eftir opnaði Per Steinbeck, utanríkisráðherra Finna svo þessa textílsýningu, The Scandinavian Touch, Contemporary Scandinavian Textile í Fashion Technology Institute (SÝN056). Beate Sydhoff, forstöðumaður þjóðlistasafns í Stokkhólmi, hafði yfirumsjón með textílsýningunni og valdi verk eftir 4 listamenn frá hverju Norðurlandanna. 22 íslensk verk voru á sýningunni; 5 verk eftir Ásgerði, 4 eftir Guðrúnu Þorkelsdóttur, 7 eftir Rögnu Róbertsdóttur og 6 verk Sigurlaugu Jóhannesdóttur. Sýningin var í NYC til13/11 1982, en ferðaðist síðan til Science Museum of Minnesota, Saint Paul MN 16/12 1982-13/2 1983; The Chicago Public Library Cultural Center, Chicago IL 12/3-14/5 1983; og Craft and Folk Art Museum, Los Angeles, CA 6/9-2/10 1983. Photos, newspaper coverage and any other information on the exhibition gratefully appreciated.
The Scandinavian Touch
Veist þú meira um þessa sýningu?