Norræna húsið tók þátt í Listahátíð Reykjavíkur 1974 með því að setja upp sýninguna Norræn vefjarlist með stuðningi Norræna menningarsjóðsins. Þarna sýndu Vigdís Kristjánsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Barbara Árnason og Ásgerður með Nanna Hertoft frá Danmörku, Maria Adlercreutz frá Svíþjóð, Irma Kukkasjärvi frá Finnlandi og Synnøve Anker Aurdal frá Noregi. Það má klárlega sjá þessa sýningu sem ákveðna kveikju að norrænu textílþríæringjunum, sem hófu göngu sína 1976, sem endurspeglast að nokkru í skrifum Maj-Britt Imnander, forstjóra Norræna hússins, í inngangi sýningarskrár „Við gerum okkur einnig vonir um að þessi sýning megi verða til þess að auka samskipti íslenskra og annarra norrænna vefara“. Myndir frá sýningunni vel þegnar.