Þessi sýning var opnuð á kvennadaginn 19. júní í tilefni þess að búið vara reisa og opna Hallveigarstaði við Túngötu, miðstöð íslenskra kvennasamtaka. Þarna sýndu 27 konur verk sín, málverk, höggmyndir, listvefnað og leirmuni, í tveimur sölum í kjallara hússins. Ásgerður sýndi tvö þeirra verka sem höfðu verið á einkasýningu hennar í Unuhúsi (SÝN020) nokkrum mánuðum áður; Stillur (ÁB058) og Vefjarhiminn (ÁB061). Bragi Ásgeirsson fjallaði um sýninguna (UMF0192) og skrifaði „Ásgerður Búadóttir sýnir sína beztu hlið i vefnaði og lífgar upp þennan sýningarsal, sem er miklu laklegar settur upp en hinn“. Hann lýkur síðan skrifum sínum með eftirfarandi „Að lokum er ástæða til að þakka fyrir þessa sýningu, sem er örugglega sterkasta samsýning kvenna, sem ég hefi séð hérlendis og sem mundi sóma sér víða erlendis”.