Samtímis því sem Ásgerður tók þátt í sýningunni Norræn vefjarlist í Norræna húsinu (SÝN032), birtist eitt verka hennar á þessari viðamiklu yfirlitssýningu að Kjarvalsstöðum. Þetta var verkið Stillur frá 1966 (ÁB058), sem var meðal þeirra verka sem endurspegluðu það seinasta í íslenskri myndlist, þ.e. tímabilið 1964-1974. Björn Th Björnsson var í sýningarnefnd sem fulltrúi FÍM. Myndir frá sýningunni vel þegnar.

Listahátíð: Íslensk myndlist í 1100 ár

SÝN033
1974
8/6 – 15/8
Kjarvalsstaðir
Samsýning

Veist þú meira um þessa sýningu?