Þessi þemasýning um íslenskar myndlistarkonur (fæddar 1888-1930) var framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar kvenna sem var haldin þetta ár, í lok kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna (1976-1985). Á sýningunni voru 80 listaverk eftir 19 konur; höggmyndir, klippmyndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og vefnaður, öll í eigu safnsins. Á þessum tíma átti safnið 4 verk eftir Ásgerði og voru þau öll til sýnis. Bragi Ásgeirsson fjallaði um sýninguna (UMF0431), en umfjöllunin er að mestu leiti upptalning á nöfnum og vangaveltur um hvaðan þær eru ættaðar eða hvar þær hafi starfað. Mikilvægasti punkturinn í umfjöllun hans er að hann bendir óbeint á þá staðreynd að safnið eigi alltof fá verk eftir marga þessa listamenn: „Í heild er þetta falleg sýning og einkum er fróðlegt að bera saman myndir þeirra listkvenna, er flestar myndir eiga á sýningunni og bera hana eiginlega uppi. Hins vegar eru of margar listakonur með alltof fáar myndir til þess að raunverulegur samanburður og úttekt þjóni einhverjum tilgangi“. Ljósmyndir frá sýningunni eru vel þegnar.
Íslenskar myndlistarkonur fæddar 1988-1930
Veist þú meira um þessa sýningu?