Tvær svarthvítar myndir úr safni Ásgerðar sýna hana við vefstólinn, þar sem hún er að vefa verkið Bláin. Nokkuð óvenjulegar myndir því hún var treg að sýna fólki verk í vefstólnum, breiddi ævinlega yfir vefinn á milli þess sem hún var að vinna.