Verslunin Dimmalimm opnaði 1963 að Skólavörðustíg 4. Þar voru seldar málverkaeftirprentanir, listmunir og heimilisiðnaður, bæði innlendur og erlendur. Hluti verslunarinnar var nokkurs konar sölugallerí helgað íslenskum listiðnaði. Í því rými höfðu verk eftir Jón Gunnar Árnason og Barböru Árnason verið sýnd skömmu áður, en síðan myndvefnaðir Ásgerðar og leirmunir eftir Heidi Guðmundsson, eins og myndin sýnir. Tekið er fram í fréttatilkynningu að um sé að ræða „þrjú handofin teppi“ eftir Ásgerði, en aðeins tvö þeirra sjást á fréttaljósmyndinni. Það eru því upplýsingar um þriðja verkið sem verið er að leita að. Það má geta þess að þau tvö verk sem sjást á mynd (ÁB029 og ÁB030) voru bæði á Karfavogssýningu Ásgerðar árið áður (SÝN014) og gæti þriðja verkið hafa verið það líka. Allar nánari upplýsingar eru vel þegnar.

Sölusýning Dimmalimm

SÝN016
1963
5/7-12/7
Verslunin Dimmalimm, Skólavörðustíg 4
Sölusýning

Veist þú meira um þessa sýningu?